Sumarstörf 2019

Íslandsbanki óskar að ráða sumarstarfsmenn til afleysinga sumarið 2019. Lágmarksaldur sumarstarfsmanna er 19 ár og miðað er við að þeir hafi lokið stúdentsprófi.

 

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 850 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.
 

Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis.

Hvað segir fólkið okkar? Sjáðu hvað starfsfólk hefur að segja um vinnustaðinn: https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/vinnustadurinn/hvad-segir-folkid-okkar/
Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar inn ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar nk.

Deila starfi